Bakgrunnurinn að norræna samstarfinu og NIKK

Norræna samstarfið um jafnréttismál hefur staðið í áratugi. Jafnréttismál hafa hvatt til samstarfs yfir landamæri, m.a. í sambandi við kosningarétt, friðarhreyfingar og nýrri feminískar hreyfingar.

Árið 1974 ákvað Norræna ráðherranefndin (MR) að allar ríkisstjórnir á Norðurlöndunum skyldu tilnefna einn tengilið fyrir samstarfið um jafnréttismál.

Árið 1980 varð samstarfið með MR formlegra þegar komið var á fót Norrænu ráðherranefndinni fyrir jafnrétti.

Verkefnið Umsjón með norrænum kvennarannsóknum var fjármagnað af MR 1991-1994 og var staðsett í Åbo, Finnlandi.

Verkefninu var fylgt eftir með útboði fyrir norrænt rannsóknasetur  og Háskólinn í Osló vann það útboð. Stofnuninni var komið á laggirnar árið 1995 og var fyrst nefnd Norræna stofnunin um kvenna- og kynjafræði  (Nordisk institutt for kvinne- og kjønnforskning) um áramótin 2006-2007 breytti nafninu yfir í Norræna stofnunin fyrir  þekkingu um kynin  (Nordisk institutt for kunnskap om kjønn) og áhersla var lögð á fræðasetur. Bæði nafna formin notuðu styttinguna NIKK.

Árið 2011 ákvað Norræna ráðherranefndin að hrinda í framkvæmd skipulagsbreytingum á NIKK þannig að það breyttist frá því að vera norræn stofnun í það að vera norrænn samstarfsvettvangur. Árið 2012 fór samstarfsvettvangurinn í útboð. Verkefnið var að bæta upplýsingastreymið í verkefninu og að koma á fót umsýsluþætti með stuðningi af norrænni jafnréttisstofnun ásamt því að gegna hlutverki verkefnisskrifstofu. Gautaborgarháskóli og landsskrifstofan fyrir kynjarannsóknir hlutu verkefnið í útboðinu.

Samstarfsvettvangurinn Norræn upplýsingamiðstöð um kynjajafnrétti, NIKK, var settur á laggirnar í lok árs 2012. Gert er ráð fyrir að núverandi starfsemi standi til loka árs 2018.

Styttingin NIKK hefur unnið sér sess á Norðurlöndunum – og sérstaklega á alþjóðavettvangi – og stendur áfram fyrir upplýsingar, rannsóknir og þekkingu á kynjunum ásamt jafnrétti.


Logotype Nordic Council of Ministers Logotype Swedish Secretariat for Gender Research Logotype University of Gothenburg