Léttlesið

NIKK er skammstöfun á
Norrænni upplýsingamiðstöð um kynjafræði.

NIKK upplýsir um jafnrétti

kvenna og karla.
Jafnrétti kvenna og karla

þýðir að konur og karlar njóti
jafnra réttinda og tækifæra.

Jafnrétti hefur ekki náðst í samfélaginu.

Jafnréttisfræði kallast einnig

kynjafræði.

 

NIKK upplýsir um kynjafræði á Norðurlöndum.

 

Norrænu löndin eru

 • Svíþjóð
 • Danmörk
 • Noregur
 • Finnland
 • Ísland

 

Álandseyjar, Færeyjar og Grænland
eru einnig norræn lönd.

 

Evrópulöndin vinna saman í ESB.

Ríkisstjórnir Norðurlanda
vinna saman í Norrænu ráðherranefndinni.

 

Norrænir ráðherrar

jafnréttismála

bera skammstöfunina MR-JÄM.
Þeir funda 1–2 sinnum á ári

í Norrænu ráðherranefndinni.

 

Ráðherrarnir í MR-JÄM

njóta aðstoðar embættismanna

í norrænu löndunum.

Embættismennirnir
funda í eigin nefnd.

Embættismannanefndin (ÄK-JÄM)

fundar 3–6 sinnum á ári.

 

ÄK-JÄM undirbýr fundi ráðherranna.

ÄK-JÄM hlýðir fyrirmælum ráðherranna

og leiðir samstarfið.

 

NIKK aðstoðar nefndina í daglegu starfi.

Miðla þarf mörgum upplýsingum.

Um hvernig Norðurlöndin
vinna að jafnrétti.

Ef Norðmenn eru góðir í
að ráða karla til að gæta barna,

er hægt að sýna öðrum þjóðum
hvernig Norðmenn fara að.

NIKK miðlar upplýsingum, rannsóknum og hugmyndum
milli norrænu landanna.

 

Sænska kynjarannsóknastofan
vinnur með NIKK.

Sænska kynjarannsóknastofan

er við Gautaborgarháskóla.

Þess vegna er skrifstofa NIKK

við Gautaborgarháskóla.

 

Nokkur verkefni NIKK eru:

 • Að safna þekkingu um jafnrétti á Norðurlöndum
 • Að segja frá MR-JÄM og ÄK-JÄM
 • Að aðstoða MR-JÄM og ÄK-JÄM
 • Að leggja til ný verkefni
 • Að sjá um norræna jafnréttissjóðinn

 

Norræni jafnréttissjóðurinn

Jafnréttisverkefni geta sótt um styrki
í norræna jafnréttissjóðinn.

Tvær kröfur eru gerðar:

 1. m.k. þrjár stofnanir starfi saman.
 2. Þær séu í a.m.k. þremur norrænum löndum.

 

Um 40 verkefni hafa fengið styrki.

 

Norrænt notagildi

Þjóðir Norðurlanda
geta lært mikið hver af annarri.

Með því að vinna saman
þurfa þjóðirnar ekki
að brjóta sömu málin til mergjar
hver í sínu horni.
Það kallast norrænt notagildi.

 

Norðurlöndin fimm
skipta með sér formennskunni
í Norrænu ráðherranefndinni.


Logotype Nordic Council of Ministers Logotype Swedish Secretariat for Gender Research Logotype University of Gothenburg