Norræni jafnréttissjóðurinn

Jafnréttissjóður Norrænu ráðherranefndarinnar styrkir verkefni þar sem eigi færri en þrjár stofnanir frá eigi færri en þremur norrænum löndum vinna saman að framgangi jafnréttis. Samstarfið gerir það að verkum að þekking skapast og berst yfir landamærin. Við finnum sameiginlegar lausnir og lærum hvert af öðru.

Allt frá árinu 2013 hafa um fjörutíu verkefni hlotið styrk. Afrakstur verkefnanna getur t.a.m. verið kennsluefni, pólitískar tillögur eða ný norræn samstarfsnet.

NIKK hefur umsjón með sjóðnum fyrir hönd Norrænu ráðherranefndarinnar.

Hér á eftir fara upplýsingar um næstu auglýsingu um styrki og leiðbeiningar þar að lútandi.

Ný auglýsing um styrki

 1. mars verður opnað fyrir umsóknir til Norræna jafnréttissjóðsins á árinu 2018. Tekið er á móti umsóknum til 31. mars. Þær eru sendar á stafrænu eyðublaði sem er að finna á vefnum nikk.no á meðan á umsóknatímabilinu stendur. Tekið er á móti umsóknum á skandinavísku málunum og ensku.

Sjóðnum er ætlað að örva norrænt samstarf á sviði jafnréttismála innan ramma samstarfsáætlunar jafnréttismálaráðherranna og í samræmi við áherslur hennar. Meginefni norrænu samstarfsáætlunarinnar um jafnréttismál 2015–2018 eru opinbert rými, velferð og nýsköpun en þverlægar áherslur hennar eru sjálfbær þróun með áherslu á margbreytileika og virk þátttaka karla og drengja í jafnréttisstarfinu.

Leiðbeiningar um umsóknir er að finna hér.

Skráðu þig á póstlista fréttabréfsins til að fá nýjustu fréttir af Norræna jafnréttissjóðnum!

Leiðbeiningar

Leiðbeiningarnar byggja á ákvörðun sem Norræna ráðherranefndin um jafnréttismál tók um jafnréttissjóðinn 23. júní 2013. Þær voru síðast uppfærðar í embættismannanefndinni um jafnréttismál 1. desember 2015.  Leiðbeiningarnar tilgreina þær kröfur sem Norræna ráðherranefndin gerir til verkefna og stofnana sem sækja um styrk.

Beinn tengill á …

Markmið og viðmið
2. Kröfur til starfsemi og styrkþega
3. Afmarkanir
4. Umsókn og frestir
5. Ákvörðun, samningur og skýrslugjöf

Markmið og viðmið

Sjóðnum er ætlað að örva norrænt samstarf á sviði jafnréttismála innan ramma samstarfsáætlunar jafnréttismálaráðherranna og í samræmi við áherslur hennar.

Styrkir eru veittir verkefnum sem fela í sér norrænt notagildi og skapa virðisauka í jafnréttismálum. Í öllum umsóknum skal tekið fram hvernig samþættingu eftirfarandi sjónarmiða er háttað:

 • Sjálfbærrar þróunar (sjá Stefnu um sjálfbæra þróun, www.norden.org)
 • Sjónarmiða barna og ungmenna (sjá Stefnu um málefni barna og ungmenna, www.norden.org)

Jafnréttissjóðurinn styrkir starfsemi sem hefst sama ár og styrkveiting á sér stað og sem lýkur áður en tvö ár eru liðin frá undirritun samnings. Starfsemi sem hefst áður en opnað er fyrir umsóknir hlýtur ekki styrk.

Eftirfarandi atriði þarf að tilgreina í öllum umsóknum og verða þær metnar út frá því hvernig komið er til móts við umræddar kröfur og áherslur:

a) Norrænt notagildi

Norrænt notagildi

 • þegar norrænt samstarf er greinilega gagnlegt;
 • felst í því að sýna fram á og efla norræna samkennd;
 • felst í aukinni norrænni færni eða samkeppnishæfni.

  b) Virðisauki í jafnréttismálum

Virðisauki í jafnréttismálum felst í því að starfsemin

 • stuðli að jöfnum tækifærum kvenna og karla til umönnunar, valda og áhrifa;
 • stuðli að sameiginlegri þróun og/eða samanburði á reynslu af aðferðum, módelum, þekkingu og/eða auðlindum í starfi að jafnréttismálum;
 • stuðli að innviðum sem efla norrænt samstarf um jafnréttismál.

  c) Forgangsröðun í norrænu samstarfsáætluninni um jafnréttismál

Meginefni samstarfsáætlunarinnar 2015–2018 eru tvö:

 • opinbert rými;
 • velferð og nýsköpun.

Í samstarfsáætluninni eru tvö þverlæg efni:

 • sjálfbær þróun með áherslu á margbreytileika;
 • virk þátttaka karla og drengja í jafnréttisstarfi.

Lesið nánar um áhersluatriðin hér.

d) Sjálfbærni / langtímahugsun

Sjálfbærni felur í sér væntingar um að árangur og aðgerðir verkefnis hafi varanleg áhrif. Sem dæmi má nefna innviði og afurðir sem eru til eftir að verkefni lýkur, t.a.m. samstarfsnet, vefgáttir, skýrslur.

e) Fjárhagsleg sanngirni

Þegar sótt er um styrki skulu stofnanir gera ráð fyrir eigin framlagi og/eða annarri fjármögnun. Hlutfall framlagsins skuli nema a.m.k. 20%. Eigið framlag og/eða önnur fjármögnun getur falist í fjárstyrk eða öðrum fjárframlögum, ólaunaðri vinnu, þátttökugjaldi eða óbeinum kostnaði.

Upphæðin sem sótt er um skal vera á bilinu 50 þúsund til 500 þúsund danskra króna (DKK).

Fjárhagsáætlun á að fylgja umsókninni þar sem allir liðir eru gefnir upp í dönskum krónum, einnig heildarupphæðin. Eigin fjármögnun og heildarfjármögnun skulu teknar skýrt fram í fjárhagsáætluninni. Í fjárhagsáætluninni skal tekið nákvæmlega fram hvaða liði eigi að greiða með styrkupphæðinni sem sótt er um. Styrkir eru ekki veittir til óbeins kostnaðar, t.a.m. launa- eða rekstrarkostnaðar (leigu, rafmagns, upplýsingatækni o.þ.h.) styrkþegans.

Styrkir eru ekki veittir til óbeins kostnaðar, það er kostnaðar vegna launa eða reksturs (t.d. leigu, rafmagns, upplýsingatækni) styrkþegans.

Styrkir eru ekki veittir:

 • Starfsemi sem er fjármögnuð að fullu eða hluta til af norrænu jafnréttisráðherrunum eða Norrænu ráðherranefndinni;
 • Starfsemi þar sem fjárhagsáætlunin er ekki sett upp í dönskum krónum;
 • Starfsemi sem styrkþeginn rekur í gróðaskyni eða tilsvarandi.

Styrkveitingin getur verið lægri en sú heildarupphæð sem sótt var um og/eða hlutar umsóknarinnar.

2. Kröfur til starfsemi og styrkþega

Eftirfarandi starfsemi getur hlotið styrk:

 • undirbúningur norrænna funda;
 • úttektir;
 • myndun samstarfsneta;
 • samstarfsverkefni;
 • þátttaka félagasamtaka í norrænum eða alþjóðlegum ráðstefnum eða námskeiðum eða fundum.

Markhópur jafnréttissjóðsins er breiður og er auglýsingum um styrki beint til ýmiss konar starfsemi og stofnana. Þar má nefna:

 • félagasamtök;
 • samstarfsnet;
 • yfirvöld og aðra opinbera aðila (t.a.m. sveitarfélög, háskóladeildir);
 • aðra aðila sem eru ekki viðskiptalegs eðlis;
 • fyrirtæki (lítil og meðalstór).

Öll verkefni skulu ná til eigi færri en þriggja norrænna landa, þeirra á meðal Álandseyja, Færeyja og Grænlands. Þá er hægt að veita styrki til samstarfs á grannsvæðunum, þ.e. Eistlandi, Lettlandi, Litáen og Norðvestur-Rússlandi að því tilskildu að eigi færri en tvö norræn lönd komi að samstarfinu. Sú stofnun sem er ábyrgðaraðili umsóknarinnar verður að vera staðsett í norrænu landi, þeirra á meðal Álandseyjum, Færeyjum og Grænlandi.

3. Afmarkanir

Styrkir eru ekki veittir:

 • Starfsemi sem er fjármögnuð að fullu eða hluta til af norrænu jafnréttismálaráðherrunum eða Norrænu ráðherranefndinni;
 • Starfsemi þar sem fjárhagsáætlun er sett upp í öðrum gjaldmiðli en dönskum krónum;
 • Umsóknum sem berast of seint;
 • Ef umsóknin er ófullnægjandi (ef reitir fyrir nauðsynlegar upplýsingar eru auðir eða ef fylgiskjöl vantar);
 • Samtökum stjórnmálaflokka;
 • Einstaklingum;
 • Starfsemi sem umsækjandi rekur í gróðaskyni eða tilsvarandi.

4. Umsóknir og frestir

Umsóknir eru skrifaðar á einu hinna þriggja skandinavísku mála eða ensku á eyðublaði á vefgátt NIKK (www.nikk.no). Umsóknareyðublaðið er að finna á www.nikk.no um einum mánuði áður en umsóknarfrestur rennur út.

Styrkumsókn skuli fylgja tímaáætlun og fjárhagsáætlun fyrirhugaðrar starfsemi. Í umsókninni skal tekið fram hver umsækjandanna sé ábyrgðaraðili umsóknarinnar.

5. Ákvörðun, samningur og skýrslugjöf

NIKK tilkynnir um úthlutanir í tölvuskeyti til umsækjendanna í maí eftir að ákvörðun hefur verið tekin og norrænu embættismannanefndinni um jafnréttismál hefur gefist kostur á að beita neitunarvaldi.

Styrkþegar gera samning við NIKK samkvæmt settum reglum. Þegar samningur hefur verið undirritaður er hægt að greiða styrkinn. Umsækjendum skal bent á að styrkir eru greiddir í fyrsta lagi einum mánuði eftir að greiðslubeiðni berst.

Almenna reglan er sú að 85% heildarupphæðarinnar greiðist við upphaf verkefnis þegar greiðslubeiðni hefur borist og 15% þegar lokaskýrslan hefur verið samþykkt.

Ábyrgðaraðili verkefnisins sér um að skila lokaskýrslu (sjálfsmati) og fjárhagsuppgjöri til NIKK áður en tveir mánuðir eru liðnir frá því að verkefni lýkur. Ónotað fé endurgreiðist til NIKK.

Í lokaskýrslunni skulu eftirfarandi atriði tekin fram:

 • Hvert var norrænt notagildi starfseminnar?
 • Hvernig skapaði starfsemin virðisauka í jafnréttismálum?
 • Hver er árangur starfseminnar (t.d. varanlegar afurðir, þekking, ferli, starfshættir)?
 • Hvernig var upplýsingum miðlað um starfsemina og þekkingu frá henni (hvað náði starfsemin til margra einstaklinga/landa, hvaða markhópa, eftir hvaða leiðum)?
 • Hvernig er (niðurstöðum) starfseminnar miðlað áfram/verða þær nýttar hjá þeim stofnunum sem sóttu um?
 • Mikilvægasta reynslan af starfseminni.
Logotype Nordic Council of Ministers Logotype Swedish Secretariat for Gender Research Logotype University of Gothenburg