Viðfangsefnið

Verkefni

Norrænu jafnréttisráðherrarnir hafa ákveðið að NIKK – Norræn upplýsingamiðstöð um kynjajafnrétti skuli gegna hlutverki samstarfsstofnunar sænsku skrifstofunnar um kynjarannsóknir við Gautaborgarháskóla. Verkefnið stendur yfir frá október 2012 til og með ársins 2018.

Verkefnislýsing

Verkefni NIKK felst einkum í tvennu. Annars vegar skal miðstöðin sinna víðtækri upplýsingagjöf og fróðleikssöfnun og -miðlun, og hins vegar gegna hlutverki verkefnaskrifstofu. Í umboði Norrænu ráðherranefndarinnar fyrir tímabilið 2016–2018 er verksviði NIKK lýst með eftirfarandi hætti:

  1. Safna saman og miðla rannsóknum, stefnu, fróðleik og starfsháttum á sviði jafnréttismála út frá norrænu og þverfaglegu sjónarhorni.
  2. Vera fulltrúi norrænu ráðherranefndarinnar á sviði jafnréttismála (MR-JÄM) á margvíslegum vettvangi, einkum með því að miðla starfsemi MR-JÄM og auka sýnileika hennar.
  3. Aðstoða MR-JÄM, embættismannanefndina á sama sviði (EK-JÄM) og sitjandi formennsku við samhæfingu starfsemi og verkefna, og veita þeim stuðning með því að deila sérfræðiþekkingu, reynslu, tengslanetum og samskiptaleiðum sem hafa gildi fyrir norrænt samstarf.
  4. Leggja af mörkum hugmyndir og efnivið til nýrrar forgangsröðunar, starfsemi og verkefna í tengslum við mótun norrænna samstarfs-, fagsviða- og aðgerðaáætlana á jafnréttissviði.
  5. Taka að sér verkefni sem heyra undir önnur svið Norrænu ráðherranefndarinnar, að því tilskildu að fjármagni sé veitt til þeirra aukalega.
  6. Hafa umsjón með styrkjaáætlun MR-JÄM, eins og kveðið er á um í viðmiðunarreglum styrkjaáætlunarinnar.

Þau forgangsatriði sem sett hafa verið í norrænni samstarfsáætlun um jafnréttismál fyrir tímabilið 2015–2018, og í fagsviðsáætlun hvers árs á sviði jafnréttismála, eru einnig stefnumótandi fyrir starfsemina.

 

 


Logotype Nordic Council of Ministers Logotype Swedish Secretariat for Gender Research Logotype University of Gothenburg